Oft þarftu að setja skrá inn á vefinn þinn. Segjum að það sé .PDF skjal eða jafnvel bara ljósmynd. Þá getur þú notað vefsíðuna þína til þess að setja inn þá skrá.

Þegar þú ert búinn að skrá þig inn, þá einfaldlega ferðu á stjórnenda aðganginn og ferð í ‘Gagnamiðlun’ og undir því eru tveir valmöguleikar.
- Gagnayfirlit: Skoða núverandi gögn sem eru á síðunni. (t.d. ljósmyndir og annað)
- Add new media file: Bæta við nýrri skrá.
Undir ‘Add new media file’ getur þú sett inn skrá og hún mun birtast á hýsingunni. Þegar þú ferð svo í ‘Gagnayfirlit’ getur þú ýtt á skránna og þá færðu nánari upplýsingar. Þar finnurðu URL að skránni eins og á myndinni hér að neðan.

