Tag kerfið

Við hjá Herrabyte notum Tag kerfið rosalega mikið þegar við erum að setja upp nýjar vefsíður. Ef maður notar tags strax frá upphafi þá verður síðan mikið auðveldari í notkun fyrir stjórnanda.

Tag kerfið í Shopify hjálpar þér að flokka og skipuleggja vörur, pantanir og viðskiptavini. Þetta gerir leit og stjórnun auðveldari. Hér eru skrefin til að nota tag kerfið í Shopify.

1. Skráðu þig inn á Shopify stjórnborðið

  1. Farðu á Shopify innskráningarsíðuna.
  2. Skráðu þig inn með netfangi og lykilorði.

2. Nota tag fyrir vörur

  1. Farðu í Products (Vörur) í vinstri valmynd.
  2. Veldu vöru sem þú vilt bæta tag við.
  3. Undir Tags (Merkimiðar), sláðu inn merkimiða fyrir þína vöru.
    • Dæmi: „Vetrarvörur“, „Söluvörur“, „Rauður“.
    • Hafðu kommu á milli atriða. Þá ertu að bæta við nokkrum merkimiðum á vöru ekki bara einni.
  4. Ýttu á Add.

      3. Nota vörur í vöruflokk

      Síðan er núna hægt að búa til vöruflokka sem að fyllast sjálfvirkt út frá hvaða tag er valið. T.d. hægt að búa til vöruflokk fyrir aðeins rauðar vörur vegna þess að við erum búin að setja það sem ‘tag’ á vöruna. Hægt er að lesa nánar um hvernig hægt er að gera þetta hérna: Búa til vöruflokk

      Scroll to Top