Tæknilegur tengiliður á ISNIC

ISNIC heldur utan um .is lén á Íslandi. Tæknilegur tengiliður ber ábyrgð á tæknilegum stillingum lénsins, svo sem DNS og póstþjónum. Hér eru skrefin til að skoða og breyta tæknilegum tengilið.

1. Innskráning á ISNIC

  1. Farðu á vefsíðu ISNIC: www.isnic.is.
  2. Veldu Innskráning efst í hægra horninu.
  3. Skráðu þig inn á notandann þinn.

2. Finna lénið þitt

  • Byrjaðu að fara á „Mín síða„.
      • Ýttu svo á skiptilykilinn til að komast inn á Stjórnborð hjá því léni sem þú vilt breyta.

      3. Skoða tæknilegan tengilið

      1. Listi opnast fyrir neðan valið lén.
      2. Leitaðu að hlutanum Tæknilegur.
      3. Ýttu á blýantinn við hlið núverandi tæknilegan tengiliðs.

      4. Breyta tæknilegum tengilið

      1. Skrifaðu inn nýja notandanafnið í tæknilegur tengiliður. Spurðu tæknilegan tengilið um sitt notendanafn.
      2. Takið eftir að ef notendanafnið inniheldur -IS í endan þarf ekki að bæta því sérstaklega við.
      3. Ýttu á Áfram.
      Scroll to Top