Til þess að fá aðgang að stjórnborði WordPress vefsíðunnar þarftu að skrá þig inn með réttum notanda og lykilorði. Hér eru skrefin til að skrá þig inn.
1. Farðu á innskráningarslóðina
- Sláðu inn slóðina í vafranum þínum, oftast er innskráningin á eftirfarandi síðum:
- www.vefsida.is/innskraning
- www.vefsida.is/wp-admin
- www.vefsida.is/login
- Þér verður vísað á innskráningarsíðuna.

2. Sláðu inn notandanafn eða netfang
- Í fyrsta reitnum, sláðu inn notandanafn eða netfang sem er þú notar fyrir vefsíðuna.
3. Sláðu inn lykilorðið þitt
- Í næsta reit, skaltu slá inn lykilorðið sem þú notar fyrir þennan aðgang.
- Gakktu úr skugga um að Caps Lock sé ekki virkt.
4. Smelltu á „Log In“ (Innskrá)
- Þegar þú hefur fyllt út báða reitina, smelltu á hnappinn Log In (Innskrá).
5. Gleymt lykilorð?
- Ef þú manst ekki lykilorðið þitt, smelltu á Lost your password (Gleymt lykilorð).
- Sláðu inn netfangið sem þú notar fyrir þinn aðgang.
- Fylgdu leiðbeiningum sem þú færð í tölvupósti til að endurstilla lykilorð.
6. Aðgangur að stjórnborðinu
- Eftir að innskráning hefur tekist, verður þér vísað á stjórnborð WordPress þar sem þú getur stjórnað vefsíðunni þinni.
7. Skráðu þig út þegar þú ert búinn
- Öryggisins vegna skaltu alltaf skrá þig út þegar þú ert búinn að vinna:
- Smelltu á notandanafnið þitt, efst í hægra horni.
- Veldu Log Out (Skrá út).
