Búa til undirsíðu

Undirsíður eru mikilvægar til að skipuleggja efni vefverslunarinnar þinnar, eins og um fyrirtækið þitt, algengar spurningar eða þjónustuskilmála. Hér eru skrefin til að búa til undirsíðu í Shopify.


1. Skráðu þig inn á Shopify stjórnborðið

  1. Farðu á Shopify innskráningarsíðuna.
  2. Skráðu þig inn með netfangi og lykilorði.

2. Farðu í Pages (Síður)

  1. Í Shopify stjórnborðinu, veldu Online Store (Netverslun) í vinstri valmynd.
  2. Smelltu á Pages (Síður).

3. Bæta við nýrri síðu

  1. Smelltu á Add Page (Bæta við síðu) efst í hægra horninu.
  2. Sláðu inn titil fyrir nýju undirsíðuna í reitinn Title.
  3. Skrifaðu innihald síðunnar í ritlinum fyrir neðan merktur Content.
  4. Passa að undir Visibility að hakað sé í Visible en ekki Hidden.

4. Sérsníða útlit síðunnar

  1. Undir Template (Sniðmát), veldu sniðmát fyrir síðuna úr fellivalmyndinni, t.d. Default Page.
  2. Þetta stillir hvernig síðan birtist á vefsíðunni þinni.
  3. Hægt er að búa til nýtt og breyta sniðmáti undir Themes -> Customize

5. Vista síðuna

  1. Þegar þú hefur fyllt út allar upplýsingar, smelltu á Save (Vista) efst í hægra horninu.

6. Bæta undirsíðu við valmynd

  1. Farðu í Online Store > Navigation (Leiðarkerfi).
  2. Veldu valmyndina sem þú vilt bæta undirsíðunni við (t.d. Main Menu eða Footer Menu).
  3. Smelltu á Add Menu Item (Bæta við valmyndaratriði).
  4. Sláðu inn nafn undirsíðunnar og tengdu hana við nýju síðuna með því að velja hana úr listanum Pages.
  5. Smelltu á Save Menu til að vista breytingarnar.

7. Prófa nýju undirsíðuna

  • Farðu á vefsíðuna þína og veldu valmyndaratriðið sem tengist nýju síðunni.
  • Gakktu úr skugga um að síðan birtist rétt og innihaldið sé eins og það á að vera.
Scroll to Top