Breyta mynd á vöru

Vörumyndir eru mikilvægur þáttur í því að laða að viðskiptavini. Með Shopify geturðu auðveldlega bætt við, breytt eða fjarlægt myndir á vörum. Hér eru skrefin til að breyta mynd á vöru.

1. Skráðu þig inn á Shopify stjórnborðið

  1. Farðu á Shopify innskráningarsíðuna.
  2. Skráðu þig inn með netfangi og lykilorði.

2. Farðu í vörulistann

  1. Í Shopify stjórnborðinu, veldu Products (Vörur) í vinstri valmyndinni.
  2. Veldu vöruna sem þú vilt breyta myndinni á með því að smella á nafnið hennar.

3. Veldu myndahlutann

  • Undir vörustillingum finnur þú hlutan Media (Miðlunarskrár), þar sem allar myndir vörunnar birtast.

4. Skipta um mynd

  1. Til að breyta aðalmynd vörunnar:
    • Ýttu á + og þaðan hakaru í þær myndir sem þú vilt hafa fyrir vöruna.
    • Fremsta myndin verður alltaf aðal vörumyndin.
  2. Til að bæta við nýrri mynd:
    • Ef engin mynd var fyrir smelltu þá á Upload new.
    • Ef mynd var fyrir, ýttu þá á + og þar valið myndina sem þú vilt bæta við í vöruna.
  3. Til að fjarlægja mynd:
    • Hakaðu við þær myndir sem þú vilt eyða, og veldu Remove.

5. Stilla röðun mynda

  • Dragðu myndirnar í þeim röð sem þú vilt að þær birtist á vörusíðunni.
  • Aðalmyndin er fremst.

6. Setja inn alt texta

  1. Ýttu á myndina sem þú vilt bæta við Alt texta.
  2. Veldu Alt Text (Breyta alt texta).
  3. Skrifaðu lýsingu myndarinnar eins og „Rauður jakki úr 100% bómull“.

7. Vista breytingarnar

  1. Þegar þú hefur lokið við breytingarnar, smelltu á Save (Vista) efst í hægra horninu.
  2. Farðu á vörusíðuna í vefversluninni þinni til að sjá uppfærð útlit.

8. Prófa myndirnar

  • Athugaðu hvernig myndirnar birtast á mismunandi skjástærðum (tölvu, spjaldtölvu og farsíma).
  • Gakktu úr skugga um að myndirnar séu í góðum gæðum og að stærðin sé rétt.
Scroll to Top