Búa til vöruflokk

Vöruflokkar (Collections) í Shopify hjálpa þér að flokka vörur til að auðvelda viðskiptavinum að finna þær. Þetta getur verið handvirkt eða sjálfvirkt ferli. Hér eru skrefin til að búa til vöruflokk.


1. Skráðu þig inn á Shopify stjórnborðið

  1. Farðu á Shopify innskráningarsíðuna. Sem er admin.shopify.com.
  2. Skráðu þig inn með netfangi og lykilorði.

2. Farðu í Collections (Vöruflokkar)

  1. Í Shopify stjórnborðinu, veldu Products (Vörur) > Collections (Vöruflokkar).
  2. Smelltu á Create Collection (Búa til vöruflokk).

3. Sláðu inn upplýsingar um vöruflokkinn

  1. Title (Titill): Skráðu nafn vöruflokksins, t.d. „Sumarvörur“ eða „Nýjungar“.
  2. Description (Lýsing): Lýstu vöruflokknum til að útskýra innihald hans.

4. Veldu tegund vöruflokks

  • Handvirkur vöruflokkur:
    • Veldu „Manual“ til að bæta vörum við vöruflokkinn handvirkt.
    • Þú þarft að bæta hverri vöru inn handvirkt eftir að vöruflokkurinn er búinn til.
  • Sjálfvirkur vöruflokkur:
    • Veldu „Smart“ og settu skilyrði sem vörurnar þurfa að uppfylla til að birtast í flokki.
    • Dæmi: „Vörur með taginu ‘grænt’ bætast sjálfkrafa við vöruflokkinn ‘Grænar vörur’.“
    • Hægt er að velja úr mörgum mismunandi leiðum til að hafa þetta sjálfvirkt, það sem er oftast notað er ‘vendor’, ‘tag’, ‘type’ og ‘price’.
    • Einnig er hægt að velja á milli ‘all conditions’ eða ‘any condition’, all conditions þá þarf allt að vera TRUE, á meðan ‘any condition’ þýðir að bara eitt af þessum atriðum þarf að vera sönn.
    • Hérna fyrir neðan er dæmi um þar sem ég læt í ‘all condition’ og set ‘Tag’ sama sem (is equal to) ‘listaverk’. Þetta þýðir að ef ‘Tag’ á vöru er ‘listaverk’ þá fer varan sjálfkrafa inn í þennan vöruflokk. Þar sem ég er bara með eitt atriði þá er allt í lagi að vera með bara ‘all conditions’.
    • Á mynd númer tvö hérna fyrir neðan sést hvernig ég hafði ‘color’ þarf að vera sama sem ‘Green’ og týpan þarf að vera ‘Ball’. Þannig get ég sjálfvirkt gert vöruflokk fyrir græna bolta.

5. Bæta við vöruflokkamynd

  1. Undir Image (Vöruflokkamynd), smelltu á Add Image (Hlaða upp mynd).
  2. Veldu mynd sem best lýsir vöruflokknum.

6. Vista vöruflokkinn

  • Smelltu á Save (Vista) efst í hægra horninu.

7. Bæta vöruflokki við valmynd

  1. Farðu í Online Store > Navigation (Leiðarkerfi).
  2. Veldu valmyndina sem þú vilt bæta vöruflokknum við.
  3. Smelltu á Add Menu Item (Bæta við valmyndaratriði).
  4. Sláðu inn nafn vöruflokksins og tengdu hann við viðkomandi flokksíðu.

8. Prófa vöruflokkinn

  • Farðu á vefsíðuna þína til að skoða vöruflokkinn.
  • Gakktu úr skugga um að vörurnar birtist rétt og tengingin við valmyndina virki.
  • Stundum tekur smá stund fyrir vörurnar að birtast inn í vöruflokknum. Ekki lengur en 5 mínútur í flestum tilvikum.

Scroll to Top